Only available in Icelandic.
Gói og Baunagrasið
Gói og Þröstur opna dyr leikhússins upp á gátt fyrir öllum landsmönnum, ungum sem öldnum og ferðast um töfraheim ævintýranna. Á ferðalaginu nýta þeir til hins ýtrasta leik, söng og dans og bregða sér í allra kvikinda líki í anda furðusagnanna. Fyrst komu Eldfærin næst er það Baunagrasið. Gói og Þröstur halda áfram að kafa í gömlu ævintýrin og blása í þau nýju lífi á leiksviðinu.
Risinn, gamla konan, fallega ríka stelpan, sjálfspilandi harpan, hænan sem verpir gulleggjum og allir þorpsbúarnir mæta til leiks á Litla sviði Borgarleikhússins. Gói leikur Jóa og Þröstur sér um rest.